Rafrænt stjórnarkjör með rafrænum skilríkjum í síma

27.2.2015

Rafrænt stjórnarkjör Lífsverks lífeyrissjóðs fer fram dagana 24.-30. mars n.k. á sjóðfélagagátt á heimasíðu sjóðsins. 

Nú verður einfalt að taka þátt þar sem sjóðfélagar geta notað rafræn skilríki í síma til þess að skrá sig inná sjóðfélagagáttina. 

Áfram verður þó hægt að sækja lykilorð undir rafræn skjöl í heimabanka. 

Veruleg aukning varð á þátttöku í fyrsta rafræna stjórnarkjöri sjóðsins í fyrra og vonumst við til þess að enn fleiri nýti sér atkvæðisréttinn í ár.

Þó að kosning til stjórnar sé nú að meginstefnu til rafræn þá eiga sjóðfélagar einnig þann kost að greiða atkvæði á skrifstofu sjóðsins á venjubundnum afgreiðslutíma hans þessa sömu daga. 

Rafrænt stjórnarkjör mun hefjast kl. 8:30 að morgni dags 24.3 og ljúka kl. 18:00 þann 30.3.

Stjórn hefur skipað þriggja manna kjörnefnd sem fer með framkvæmd kosninganna.

Stjórn og kjörnefnd hvetja sjóðfélaga til þess að nýta sér atkvæðisrétt sinn.

Kjörnefnd

Reglur um framkvæmd stjórnarkjörs

Viðauki- A


Fréttir

Rafrænt stjórnarkjör með rafrænum skilríkjum í síma

Rafrænt stjórnarkjör Lífsverks lífeyrissjóðs fer fram dagana 24.-30. mars n.k. á sjóðfélagagátt á heimasíðu sjóðsins. 

Nú verður einfalt að taka þátt þar sem sjóðfélagar geta notað rafræn skilríki í síma til þess að skrá sig inná sjóðfélagagáttina. 

Áfram verður þó hægt að sækja lykilorð undir rafræn skjöl í heimabanka. 

Veruleg aukning varð á þátttöku í fyrsta rafræna stjórnarkjöri sjóðsins í fyrra og vonumst við til þess að enn fleiri nýti sér atkvæðisréttinn í ár.

Þó að kosning til stjórnar sé nú að meginstefnu til rafræn þá eiga sjóðfélagar einnig þann kost að greiða atkvæði á skrifstofu sjóðsins á venjubundnum afgreiðslutíma hans þessa sömu daga. 

Rafrænt stjórnarkjör mun hefjast kl. 8:30 að morgni dags 24.3 og ljúka kl. 18:00 þann 30.3.

Stjórn hefur skipað þriggja manna kjörnefnd sem fer með framkvæmd kosninganna.

Stjórn og kjörnefnd hvetja sjóðfélaga til þess að nýta sér atkvæðisrétt sinn.

Kjörnefnd

Reglur um framkvæmd stjórnarkjörs

Viðauki- A