Lífsverk sendir Eimskip fyrirspurn um samfélagslega ábyrgð

Í ljósi umfjöllunar Kveiks á RÚV 24.september 2020 um sölu Eimskips á skipum til GMS, sendi Lífsverk eftirfarandi fyrirspurn til Eimskips, vegna mögulegs ósamræmis við stefnu sjóðsins í ábyrgum fjárfestingum.

25.9.2020

Eimskip

Góðan daginn,

Í umfjöllun Kveiks á RÚV þann 24. september 2020 er sterklega ýjað að því að starfsemi GMS, mótaðila Eimskips við sölu á Goðafossi og Laxfossi, snúi eingöngu að því að kaupa skip til niðurrifs á Indlandi, við aðstæður sem ekki samrýmast stefnu Eimskips um samfélagslega ábyrgð. Jafnframt er gefið í skyn að stjórnendum Eimskips hljóti að hafa verið það ljóst.

Lífsverk er hluthafi í Eimskip og ef rétt reynist ganga aðgerðir félagsins gegn stefnu Lífsverks í ábyrgum fjárfestingum, en þar kemur m.a. fram að við fjárfestum ekki í félögum þar sem grundvallar mannréttindi eru ekki virt eða í starfsemi sem er óábyrg gagnvart umhverfi. Sjá stefnuna hér.

Óskað er eftir útskýringum um hvort og þá hvernig stefna Eimskips í samfélagslegri ábyrgð hafi verið höfð til hliðsjónar þegar ákvörðun um sölu þessara tveggja fyrrum skipa Eimskips var tekin. Var ákvörðunin tekin af stjórn félagsins, framkvæmdastjórn eða forstjóra? Hvaða sjónarmið hafa verið uppi við sölu/úreldingu skipa fram að þessu? Hvernig hyggst Eimskip grípa til ráðstafana til að tryggja að stefna Eimskips í samfélagslegri ábyrgð nái fram að ganga framvegis þegar ákvarðanir eru teknar af félaginu?

- - - - - - - -

Til upplýsinga er eign Lífsverks í Eimskip 0,06% af eignum samtryggingar.


Fréttir

Lífsverk sendir Eimskip fyrirspurn um samfélagslega ábyrgð

Í ljósi umfjöllunar Kveiks á RÚV 24.september 2020 um sölu Eimskips á skipum til GMS, sendi Lífsverk eftirfarandi fyrirspurn til Eimskips, vegna mögulegs ósamræmis við stefnu sjóðsins í ábyrgum fjárfestingum.

Eimskip

Góðan daginn,

Í umfjöllun Kveiks á RÚV þann 24. september 2020 er sterklega ýjað að því að starfsemi GMS, mótaðila Eimskips við sölu á Goðafossi og Laxfossi, snúi eingöngu að því að kaupa skip til niðurrifs á Indlandi, við aðstæður sem ekki samrýmast stefnu Eimskips um samfélagslega ábyrgð. Jafnframt er gefið í skyn að stjórnendum Eimskips hljóti að hafa verið það ljóst.

Lífsverk er hluthafi í Eimskip og ef rétt reynist ganga aðgerðir félagsins gegn stefnu Lífsverks í ábyrgum fjárfestingum, en þar kemur m.a. fram að við fjárfestum ekki í félögum þar sem grundvallar mannréttindi eru ekki virt eða í starfsemi sem er óábyrg gagnvart umhverfi. Sjá stefnuna hér.

Óskað er eftir útskýringum um hvort og þá hvernig stefna Eimskips í samfélagslegri ábyrgð hafi verið höfð til hliðsjónar þegar ákvörðun um sölu þessara tveggja fyrrum skipa Eimskips var tekin. Var ákvörðunin tekin af stjórn félagsins, framkvæmdastjórn eða forstjóra? Hvaða sjónarmið hafa verið uppi við sölu/úreldingu skipa fram að þessu? Hvernig hyggst Eimskip grípa til ráðstafana til að tryggja að stefna Eimskips í samfélagslegri ábyrgð nái fram að ganga framvegis þegar ákvarðanir eru teknar af félaginu?

- - - - - - - -

Til upplýsinga er eign Lífsverks í Eimskip 0,06% af eignum samtryggingar.