Góð ávöxtun séreignarleiða 2020

Séreignarleiðir Lífsverks skiluðu góðri ávöxtun á árinu 2020, sem almennt var hagstætt ár fyrir fjárfesta, þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður. Þannig skilaði Lífsverk 1 16,2% nafnávöxtun á árinu.

11.1.2021

Nafnávöxtun Lífsverks 1 var 16,2% á árinu, Lífsverk 2, sem er stærsta og fjölmennasta leiðin, skilaði 11,3% nafnávöxtun og Lífsverk 3, sem samanstendur einkum af innlánum og styttri skuldabréfum, gaf 5,8% nafnávöxtun. Hrein raunávöxtun leiðanna er 12,3%, 7,6% og 2,3%.

Síðastliðin 5 ár er söguleg hrein raunávöxtun Lífsverks 1 að meðaltali 5,0% á ári, 5 ára hrein raunávöxtun Lífsverks 2 er 5,1% og Lífsverk 3 hefur skilað 2,4% hreinni raunávöxtun.

Séreignarleiðir Lífsverks eru gerðar upp miðað við markaðskröfu en uppgjör samtryggingardeildar, sem miðast að hluta til við kaupkröfu skuldabréfa, liggur ekki fyrir. Lífsverk hefur stækkað hratt á undanförnum árum. Samanlagðar eignir samtryggingar- og séreignardeilda Lífsverks hafa meira en þrefaldast á sl. 10 árum.