Frábærar niðurstöður sumarverkefna háskólanema í ábyrgum fjárfestingum

Fjórir háskólanemar voru ráðnir til að leysa hvert sitt verkefni í ábyrgum fjárfestingum yfir sumartímann. Mikill metnaður einkenndi niðurstöður verkefnanna og er augljóst að ábyrgar fjárfestingar eru hugfólgnar háskólanemum.

4.9.2020

Lífsverk hefur lagt aukna áherslu á ábyrgar fjárfestingar í eignasafni sínu, enda eru æ fleiri sem gera sér grein fyrir mikilvægi þess að taka tillit til umhverfismála, samfélagslegrar ábyrgðar og góðra stjórnarhátta við val á fjárfestingum og eftirfylgni þeirra. Nokkur verkefni á þessu sviði hafa beðið úrlausnar hjá sjóðnum og því var tækifærið nýtt í byrjun sumars og auglýst eftir háskólanemum til starfa.  Þetta vakti nokkra athygli enda leit framboð á sumarvinnu fyrir háskólanema ekki vel út vegna áhrifa COVID-19, þar sem mörg fyrirtæki þurftu að hætta við sumarráðningar og önnur drógu verulega úr umsvifum sínum vegna minnkandi markaðar.

Sjóðnum bárust um 30 umsóknir frá hæfileikaríku fólki um þau fjögur störf sem í boði voru. Öll verkefnin voru á sviði samfélagslegra ábyrgra fjárfestinga. Hver nemandi fékk eitt tiltekið verkefni og fékk frjálsar hendur hvenær og hvar hann leysti það af hendi.  Vikulegir framvindufundir þar sem nemendur sýndu afrakstur liðinnar viku og stöðu hvers verkefnis voru innan tíðar orðnir skemmtilegustu fundir vikunnar hjá þeim starfsmönnum Lífsverks sem voru nemendunum innan handar.

Nemendurnir sem unnu verkefnin voru:

Iðunn Hafsteinsdóttir
Kári Georgsson
Matthildur Árnadóttir
Sædís Lea Lúðvíksdóttir

Mynd-sumarverkefni-2020

Verkefnin voru eftirfarandi:

  • Kostgæfnisathugun á mótaðilum Lífsverks
  • Áhættugreining eigna í safni Lífsverks
  • Samanburðargreining á stefnum um ábyrgar fjárfestingar
  • Uppsetning skýrslugerðartóls 

Mikill metnaður einkenndi lokaniðurstöður allra verkefnanna og mun vinnan nýtast Lífsverki vel til framtíðar til að bæta gæði eignasafnsins enn frekar.  Það er augljóst að ábyrgar fjárfestingar eru hugfólgnar þeirri kynslóð sem háskólanemar tilheyra og því er engu að kvíða þegar þau taka við keflinu í framtíðinni.

Framtak þetta styður beint við þau heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna, bæði markmið 8 og 9 sem Lífsverk hefur sett sér að styðja við árið 2020.

Hér má lesa stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar.

UN-SDG