Eymundur ráðinn í eignastýringu Lífsverks

11.4.2019

Eymundur-portret

Ljósmynd, Birgir Ísleifur

Eymundur Freyr Þórarinsson hefur verið ráðinn sjóðstjóri í eignastýringu Lífsverks lífeyrissjóðs, en þar starfar fyrir Hreggviður Ingason forstöðumaður.

Frá árinu 2015 var Eymundur sjóðstjóri hjá Brú lífeyrissjóði, en hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2005 m.a. áður hjá VBS fjárfestingabanka og SPRON. Samhliða vinnu sinnti hann stundakennslu við Háskólann í Reykjavík árið 2005.

Eymundur lauk meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 2012. Auk þess hefur Eymundur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

„Það eru spennandi verkefni framundan í eignastýringunni við að skoða fjárfestingakosti og fylgja eftir ábyrgri fjárfestingastefnu sjóðsins,“ segir Eymundur.  

Við bjóðum Eymund velkominn til starfa.