Breytingar á stjórn og aðalfundur 2018

3.1.2018

Um áramótin urðu breytingar á stjórn Lífsverks. 
Margrét Arnardóttir, sem setið hefur í varastjórn, tekur sæti 
Brynju Baldursdóttur, sem dregur sig í hlé vegna annarra stjórnarstarfa. 
Þá hverfur Guðrún Rögnvaldardóttir úr varastjórn vegna flutninga erlendis.
 
Margrét er framkvæmdastjóri tæknisviðs Ölgerðarinnar en starfaði áður sem verkefnastjóri vindorku hjá Landsvirkjun og hjá Rio Tinto Alcan í Straumsvík. 
Hún er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í vélaverkfræði frá háskólanum í Álaborg í Danmörku. Hún hefur setið í varastjórn Lífsverks frá árinu 2014.

Aðalfundur Lífsverks 2018 er fyrirhugaður þriðjudaginn 17. apríl. Kosið verður um tvö stjórnarsæti, karls og konu, í rafrænu stjórnarkjöri dagana 9. – 13. apríl. 
Framboðsfrestur, stjórnarkjör og boð um aðalfund verður nánar auglýst síðar.
Athygli er vakin á því að tillögur frá sjóðfélögum um breytingar á samþykktum sem taka á fyrir á aðalfundi, þurfa að hafa borist stjórn fyrir 15. janúar.  
Tímaás fram að aðalfundi má sjá hér