Breytingar á stjórn Lífsverks

Unnar Hermannsson hefur tilkynnt afsögn sína úr stjórn Lífsverks. Ástæða er sú að hann hefur verið skipaður af ráðherra í stjórn Byggðastofnunar, sem er einnig eftirlitsskyldur aðili.

30.4.2020

 Skv. lögum má stjórnarmaður í lífeyrissjóði ekki jafnframt gegna stjórnarstöðu hjá öðrum eftirlitsskyldum aðila.

Stjórn og starfsfólk Lífsverks þakkar Unnari góð störf í þágu sjóðsins.