Breytingar á lánareglum

Stjórn Lífsverks hefur samþykkt hækkun á hámarksupphæð sjóðfélagalána, breytingarnar tóku gildi 1.mars.

1.3.2021

Í breytingunum felst að hámark grunnlána er hækkað úr 45.000.000.- í 70.000.000.- og hámarks viðbótarlán úr 20.000.000.- í 30.000.000.- Hámarksfjárhæð tekur mið af veðrými (70% af markaðsvirði fasteignar) og mati á greiðslugetu lántaka.

Heimilt er að taka fleiri en eitt grunnlán en aldrei skal samanlögð lánsfjárhæð grunnlána vera hærri en svo að nýtt lán að viðbættum eftirstöðvum eldri lána frá lífeyrissjóðnum uppreiknuðum með verðbótum sé hærra en kr. 70.000.000,-.

Áfram gefst sjóðfélögum sem eru að kaupa sína fyrstu eign kostur á láni fyrir allt að 85% af kaupverði. Hámark viðbótarláns til fyrstu kaupenda samkvæmt lánareglum hækkar úr 7,5m í 10 milljónir kr.

Hér má lesa meira um lánareglur sjóðsins.