Fréttir: 2013

Framlenging á úttekt séreignarsparnaðar - 30.12.2013

Framlengd hefur verið sú heimild til að sækja um tímabundna útgreiðslu úr séreignarsjóði samkvæmt sérstakri lagaheimild og samþykkt var á Alþingi í desember 2013 til 1.janúar 2015. Heildarfjárhæð útgreiðslu hækkar úr kr.6.250.000 í kr.9.000.000 og greiðist út sem áður á 15 mánuðum. Mánaðarleg útborgun hækkar úr kr.416.667 í kr.600.000 fyrir skatt. Heimild til útgreiðslu miðast við stöðu séreignarsparnaðar þann 1.janúar 2014.

Breyting á stjórn - 23.12.2013

Ágúst Valfells hefur sagt sig úr stjórn Lífsverks vegna persónulegra ástæðna. Björn Ágúst Björnsson varastjórnarmaður hefur tekið sæti í stjórninni í hans stað.  Stjórn og starfsmenn sjóðsins þakka Ágústi samstarfið og óska honum velfarnaðar.

Góð ávöxtun séreignarleiða - 19.12.2013

Góð ávöxtun hefur verið á öllum séreignarleiðum sjóðsins það sem af er ári.

Opnunartími yfir jól og áramót - 19.12.2013

Skrifstofa Lífeyrissjóðs verkfræðinga, Engjateigi 9 er lokuð á aðfangadag og gamlársdag.   Opnum aftur á nýju ári þann 2. janúar 2014 kl.10°°

Ný lög um neytendalán taka gildi. - 4.11.2013

Sjóðfélagalán Lífsverks falla undir ný lög um neytendalán.

Opið hús á morgun 5.nóvember. - 4.11.2013

LÍFSVERK verður með opið hús á morgun 5.nóvember þar sem sjóðfélagar eru boðnir sérstaklega velkomnir í heimsókn til að kynna sér starfsemi sjóðsins og til að ræða lífeyrisréttindin sín.

Einnig gefum við sjóðfélögum kost á að kynna sér Lífeyrisgáttina betur.

Lífeyrisgáttin - Öll lífeyrisréttindi á einum stað - 30.10.2013

Ný og greið leið að upplýsingum um öll áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum

Yfirlit send út - 15.10.2013

Yfirlit hafa verið send út til sjóðfélaga og munu berast  næstu daga - minnum á mikilvægi þess að yfirfara yfirlitin vel og koma athugasemdum á framfæri við sjóðinn ef misræmi er á yfirlitum og launaseðlum.

Ávöxtun á séreignarleiðum. - 30.9.2013

Ágæt ávöxtun var á öllum séreignarleiðum Lífeyrissjóðs verkfræðinga á fyrri árshelmingi 2013.

Lífeyrisgreiðslur 2013 - 10.9.2013

Breytingar á lögum um almannatryggingar nr.100/2007 samþykktar á Alþingi 4. júlí 2013. Breytingar gilda frá 1.júlí 2013. Leiðrétting vegna júlímánaðar verður greitt út 1.ágúst.

Skýrsla FME um stöðu íslenskra lífeyrissjóða í árslok 2012 - 23.7.2013

Fjármálaeftirlitið hefur birt yfirlit yfir stöðu íslenskra lífeyrissjóða fyrir árið 2012. Samanlagt var tryggingafræðileg staða almennra lífeyrissjóða -4%. Tryggingafræðileg staða Lífsverks var -4,2% um síðustu áramót. Sjóðurinn hefur því náð þeirri stöðu að vera innan -5% marka sem heimil eru lögum samkvæmt.

Skrifstofan lokuð. - 5.6.2013

Skrifstofa Lífeyrissjóðs verkfræðinga Engjateigi 9 verður lokuð eftir hádegi föstudaginn 7 júni næstkomandi vegna starfsdags starfsmanna.

Kynningarfundur 29. maí 2013 - 23.5.2013

Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga haldinn 29. maí nk. á Engjateig 9.

Helstu niðurstöður aðalfundar - 23.5.2013

Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga var haldinn 22. maí sl. á Grand Hótel Reykjavík.

Framboð til varastjórnar - 21.5.2013

Brynja Baldursdóttir

Úrsögn úr stjórn - 21.5.2013

Agni Ásgeirsson hefur sagt sig úr stjórn Lífsverks

Framboð til stjórnar - 21.5.2013

Ásbjörg Kristinsdóttir

Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga - 2.5.2013

Aðalfundur Lífsverks verður haldinn miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 17:00

Sjóðfélagayfirlit - 2.5.2013

Sjóðfélagayfirlit hafa verið send út til sjóðfélaga

Kynningarfundur vegna breytinga á samþykktum - 26.4.2013

Kynningarfundur vegna fyrirhugaðra breytingatillagna á samþykktum verður haldinn á Grand Hótel, Reykjavík mánudaginn 29. apríl nk. kl. 17:00.

Afkoma sjóðsins árið 2012 - 23.4.2013

Ávöxtun Lífsverks var góð á árinu 2012 þegar tekið er mið af eignasamsetningu og áhættustigi deildanna auk þess fjárfestingarumhverfis sem búið er við í dag.  Allar fjárfestingarleiðir skiluðu jákvæðri nafn- og raunávöxtun á árinu. 

Nýr sjóðfélagavefur í loftið - 9.4.2013

Nýr sjóðfélagavefur hefur verið tekin í notkun hjá sjóðnum og hafa ný lykilorð verið send í heimabanka sjóðfélaga.  Vefurinn er liður í upplýsingastefnu sjóðsins um aukna rafræna upplýsingagjöf og bætta þjónustu við sjóðfélaga.  Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér þennan nýja vef en þar verður að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um starfsemi sjóðsins sem eingöngu verða aðgengilegar sjóðfélögum.  Sjóðfélagar geta einnig sent fyrirspurnir til starfsmanna sjóðsins í gegnum vefinn og fylgst með framgangi sinna mála hjá sjóðnum hverju sinni.             Við hvetjum því sjóðfélaga til þess að fara inn á nýja vefinn og skoða nýja umhverfið.

Ávöxtun séreignarleiða 2012 - 29.1.2013

Góð ávöxtun var á séreignarleiðum Lífeyrissjóðs verkfræðinga á árinu 2012.                               Jákvæð nafn- og raunávöxtun var á öllum leiðum en ávöxtun leiðanna var í takt við áhættustig þeirra.

Þróun markaða 2012 - 29.1.2013

Verðbólga ársins var 4,5% en það var í takt við væntingar sjóðsins. Íslenska krónan veiktist um 6,2% á árinu og hækkaði gengisvísitalan sem því nam. Stýrivextir Seðlabankans hækkuðu um 1,25% og voru komnir í 6% í árslok.

Samkomulag Kaupþings hf. og lífeyrissjóða um skuldauppgjör. - 11.1.2013

Kaupþing hf. og sautján íslenskir lífeyrissjóðir, Lífeyrissjóður verkfræðinga þar með talinn, ásamt tilteknum undirsjóðum þeirra ( lífeyrissjóðirnir) hafa náð samkomulagi um uppgjör á afleiðusamningum.

Sjóðfélagalán - breytingar - 10.1.2013

Þann 15 janúar nk.breytast núverandi lánareglur sjóðfélagalána þannig að hámarksveðsetning fasteigna til tryggingar á sjóðfélagalánum breytast úr 75% í 70% af markaðsvirði fasteigna.

Sérstök heimild til úttektar á séreignarsparnaði - 4.1.2013

Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2012 var gerð breyting á fyrri heimild til sérstakrar úttektar séreignarsparnaðar hvað varðar umsóknarfrest og dagsetningu sem fjárhæð heimildarinnar miðast við þ.e.a.s. heimild til úttektar séreignarsparnaðar var framlengd til ársloka 2013.