Fréttir: 2021

Opnunartími yfir hátíðar - 21.12.2021

Skrifstofa Lífsverks verður opin á hefðbundnum skrifstofutíma um jól og áramót en athugið þó að við lokum kl. 15 á Þorláksmessu og lokað er á aðfangadag og gamlársdag.

Lækkun vaxta á sjóðfélagalánum - 17.12.2021

Stjórn Lífsverks hefur ákveðið að lækka vexti á verðtryggðum lánum til sjóðfélaga og tekur breytingin gildi 1. febrúar nk.  

Lífsverk setur markmið um grænar fjárfestingar - 2.11.2021

Lífsverk er einn þrettán íslenskra lífeyrissjóða sem hefur sett markmið um stórauknar fjárfestingar í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.

Góð ávöxtun á fyrri hluta ársins - 22.9.2021

Sjóðir Lífsverks hafa vaxið hratt á undanförnum árum. Þann 30. júní 2016 nam hrein eign Lífsverks til greiðslu lífeyris 68,8 milljörðum króna. Það lætur því nærri að eignir sjóðsins hafi tvöfaldast á sl. 5 árum.

Ráðstöfun séreignarsparnaðar framlengd um tvö ár - 20.9.2021

Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn umsókn um að framlengja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán rennur út 30. september nk.

Guðrún Inga Ingólfsdóttir til Lífsverks - 20.8.2021

Guðrún Inga Ingólfsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður eignastýringar hjá Lífsverki lífeyrissjóði og hefur störf í september.  

Niðurstöður aðalfundar - 18.5.2021

Agnar Kofoed-Hansen nýr stjórnamaður

Ísleifur ráðinn áhættustjóri Lífsverks - 3.5.2021

Ísleifur Orri Arnarson hefur verið ráðinn í starf áhættustjóra Lífsverks lífeyrissjóðs.

Aðalfundi frestað til 18. maí nk. - 15.4.2021

Vegna samkomutakmarkana hefur aðalfundi Lífsverks, sem fram átti að fara 20. apríl, verið frestað til þriðjudagsins 18. maí kl. 17.00

Lífsverk tók þátt í útboði Fly Play hf. - 13.4.2021

Eftir ítarlega skoðun hefur eignastýring Lífsverks ákveðið að taka þátt í hlutafjárútboði Fly Play hf. fyrir 325 milljónir króna. Hluti Lífsverk er um 0,3% af eignasafni samtryggingarhluta lífeyrissjóðsins. 

Dagskrá aðalfundar - 8.4.2021

Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn að Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 20. apríl kl.17:00.

Kynning frambjóðenda til aðalstjórnar - 30.3.2021

Framboðsfresti til aðalstjórnar Lífsverks lauk 25. mars sl. og bárust fjögur framboð karla innan frestsins en aðeins eitt framboð kvenna. Öllum framboðum fylgdi tilskilinn fjöldi meðmælenda og hefur kjörnefnd úrskurðað þau öll gild.

Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör - 2.3.2021

Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn á Engjateig

9, Reykjavík, þriðjudaginn 20. apríl kl. 17:00.

Breytingar á lánareglum - 1.3.2021

Stjórn Lífsverks hefur samþykkt hækkun á hámarksupphæð sjóðfélagalána, breytingarnar tóku gildi 1.mars

Lífsverk óskar eftir að ráða áhættustjóra - 5.2.2021

Við leitum að öflugum einstaklingi í nýtt og spennandi starf áhættustjóra. Í starfinu felst einnig greiningarvinna og eftirfylgni á sviði eignastýringar.

Góð ávöxtun séreignarleiða 2020 - 11.1.2021

Séreignarleiðir Lífsverks skiluðu góðri ávöxtun á árinu 2020, sem almennt var hagstætt ár fyrir fjárfesta, þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður. Þannig skilaði Lífsverk 1 16,2% nafnávöxtun á árinu.