Fréttir: 2020

Opnunartími yfir hátíðar - 18.12.2020

Skrifstofa Lífsverks verður opin á hefðbundum skrifstofutíma um jól og áramót en athugið þó að við lokum kl. 15 á Þorláksmessu og lokað er á aðfangadag og gamlársdag. Opnunartímar eru sem hér segir:

Vextir verðtryggðra sjóðfélagalána lækka - 21.10.2020

Verðtryggðir vextir lækka í 1,9% á grunnlánum og 2,9% á viðbótarlánum frá og með 1.des nk.

Ávöxtun Lífsverks góð fyrstu 6 mánuði ársins þrátt fyrir krefjandi aðstæður á markaði - 7.10.2020

Ávöxtun samtryggingar og séreignar var góð á fyrri hluta ársins, sérstaklega með tilliti til markaðsaðstæðna. 

Festa_stoltur-adili_Red

Lífsverk lífeyrissjóður hefur gerst aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja - 5.10.2020

Hlut­verk Festu er að auka þekk­ingu á sam­fé­lags­ábyrgð og ábyrgum starfsháttum, stuðla að auk­inni sjálf­bærni og hvet­ja til sam­starfs og að­gerða á þessu sviði.

Lífsverk sendir Eimskip fyrirspurn um samfélagslega ábyrgð - 25.9.2020

Í ljósi umfjöllunar Kveiks á RÚV 24.september 2020 um sölu Eimskips á skipum til GMS, sendi Lífsverk eftirfarandi fyrirspurn til Eimskips:

Sjóðfélagalýðræði aftur til umræðu - 23.9.2020

Í ljósi umræðu um óhæði stjórna lífeyrissjóða er rétt að árétta að stjórn Lífsverks er eingöngu skipuð sjóðfélögum, sem kosnir eru af sjóðfélögum sjálfum í rafrænum kosningum.

Takmörkun heimsókna vegna COVID-19 - 21.9.2020

Vegna fjölgunar COVID-19 tilfella í samfélaginu hefur tímabundið verið lokað fyrir heimsóknir sjóðfélaga og viðskiptavina á skrifstofu Lífsverks nema fyrir þá sem eiga brýnt erindi, svo sem vegna móttöku skjala. 

Lífsverk tók þátt í útboði Icelandair hf. - 18.9.2020

Sjóðurinn sótti um 400 milljónir króna í útboðinu og fékk úthlutað 252 milljónum, sem samsvarar tæplega 0,3% af eignum samtryggingardeildar.

Frábærar niðurstöður sumarverkefna háskólanema í ábyrgum fjárfestingum - 4.9.2020

Fjórir háskólanemar voru ráðnir til að leysa hvert sitt verkefni í ábyrgum fjárfestingum yfir sumartímann. Mikill metnaður einkenndi niðurstöður verkefnanna og er augljóst að ábyrgar fjárfestingareru hugfólgnar háskólanemum.

Sumarverkefni í ábyrgum fjárfestingum fyrir háskólanema - 28.5.2020

Lífsverk auglýsir eftir háskólanemum í verkefnavinnu sumarið 2020

Niðurstöður aðalfundar - 19.5.2020

Þorbergur Steinn Leifsson nýr stjórnarmaður

Dagskrá aðalfundar - 4.5.2020

Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn að Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 19. maí kl. 17:00. 

Breytingar á stjórn Lífsverks - 30.4.2020

Unnar Hermannsson hefur tilkynnt afsögn sína úr stjórn Lífsverks. Ástæða er sú að hann hefur verið skipaður af ráðherra í stjórn Byggðastofnunar, sem er einnig eftirlitsskyldur aðili.

Kosningu til aðalstjórnar lauk á miðnætti 17.apríl - 18.4.2020

Úrslit verða kunngerð á aðalfundi 19.maí

Lækkun vaxta á sjóðfélagalánum - 8.4.2020

Stjórn Lífsverks ákvað á fundi í morgun að lækka vexti á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum til sjóðfélaga og tekur breytingin gildi 1. maí nk.  

Opið fyrir umsóknir um tímabundna útgreiðslu séreignarlífeyris - 6.4.2020

Alþingi hefur samþykkt breytingu til bráðabirgða á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem heimilar tímabundna úttekt séreignarsparnaðar til að mæta áhrifum heimsfaraldurs COVID-19. 

Kynning frambjóðenda til aðalstjórnar - 31.3.2020

Framboðsfresti til aðalstjórnar Lifsverks lauk 25. mars sl. og bárust sjö gild framboð karla. Rafrænt stjórnarkjör fer fram dagana 8.-17. apríl nk. á sjóðfélagavef Lífsverks.

Aðalfundi frestað til 19. maí - 30.3.2020

Í ljósi aðstæðna hefur aðalfundi Lífsverks, sem fram átti að fara 21. apríl, verið frestað til þriðjudagsins 19.maí kl.17.00.  

Ýmis úrræði standa sjóðfélögum til boða - 26.3.2020

Lífsverk mun reyna eftir fremsta megni að koma til móts við sjóðfélaga sem kunna að lenda í greiðsluvanda vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 á heimili og fyrirtæki. 

Rafræn samskipti á tímum COVID-19 - 11.3.2020

Lífsverk lífeyrissjóður hvetur sjóðfélaga og aðra viðskiptavini til að nýta sér rafræna þjónustu okkar í stað þess að gera sér ferð á skrifstofu sjóðsins. 

Fjármálalæsi á heima í skólakerfinu - 27.2.2020

Svanhildur, markaðs- og kynningarstjóri Lífsverks skrifað þessa grein sem birt var í Fréttablaðinu 20.febrúar sl.

Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör - 27.2.2020

Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 21. apríl kl. 17:00. Auglýst er eftir framboðum til stjórnar, framboðsfrestur er til 25.mars.

Lífsverk setur sér nýja stefnu í ábyrgum fjárfestingum - 25.2.2020

Lífsverk hefur markað sér stefnu í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni og um leið aukið verulega áherslur sínar í ábyrgum fjárfestingum.

Frábær ávöxtun séreignarleiða 2019 - 10.1.2020

Séreignarleiðir Lífsverks skiluðu frábærri ávöxtun á árinu 2019, enda einkenndist árið af mikilli hækkun á helstu eignamörkuðum, innanlands sem utan. Lífsverk 1 skilaði t.d. 12,9% raunávöxtun á árinu.