Spurt og svarað
Algengar spurningar um lán.
Algengar spurningar um lán.
Virkir sjóðfélagar og lífeyrisþegar hafa lántökurétt. Við lántöku þarf sjóðfélagi að vera greiðandi og í skilum með iðgjöld, eða vera lífeyrisþegi. Til að vera virkur sjóðfélagi þarf að hafa greitt iðgjöld fyrir síðasta mánuð til sjóðsins.
Já. Nóg er að annar umsækjenda sé sjóðfélagi.
Ef hinn aðilinn er maki (giftur eða staðfest sambúð) þá er það heimilt og gerð krafa um að makinn verði meðskuldari að láninu. Ef hinn aðilinn er ekki maki þá veitir sjóðurinn ekki lán með veði í þeirri eign.
Engin takmörk eru á fjölda lána en það er þak á heildarlánsfjárhæð til einstaklings og para sem miðast við 140mkr að hámarki hverju sinni
Nei, verðmat fasteignasala er ekki samþykkt við útreikning á veðhlutfalli. Við útreikning á veðhlutfalli er miðað við kaupsamning ef verið er að fjármagna kaup á eign eða miðað við gildandi opinbert fasteignamat þegar um endurfjármagnanir er að ræða.
Tekur venjulega 2-3 vikur þar til skuldabréf er tilbúið en svo þarf að hafa í huga að lán er greitt út eftir þinglýsingu og getur það tekið mislangan tíma eftir því hvað sýslumaður er lengi að þinglýsa.
Fyrir viðskiptavini Íslandsbanka:
Fyrir viðskiptavini annarra banka:
Nei, hægt er að greiða aukalega inná lánið eða greiða það alveg upp án auka kostnaðar.
Sjá upplýsingar um umsóknarferlið og lista yfir nauðsynleg fylgigögn hér:
Sjá upplýsingar um ferlið og þau gögn sem þurfa að fylgja hér:
Sjá upplýsingar um ferlið og þau gögn sem þurfa að fylgja hér:
Nei, leigutekjur eru ekki teknar með í greiðslumat hjá sjóðnum
Sjóðurinn veitir ekki lán tengd erlendum gjaldmiðlum og tekur ekki mið af erlendum tekjum í greiðslumati. Umsækjendur verða að hafa lögheimili á Íslandi og tekjur í íslenskum krónum. Þeir sem hyggjast flytja til landsins og eru komnir með samþykkt kauptilboð og undirritaðan ráðningasamning með laun í íslenskum krónum geta sótt um lán..
Sjóðurinn veitir ekki lán tengd erlendum gjaldmiðlum og tekur því ekki mið af erlendum tekjum í greiðslumati.