Lífsverk lífeyrissjóður

Valmynd


7.10.2020

Ávöxtun Lífsverks góð fyrstu 6 mánuði ársins þrátt fyrir krefjandi aðstæður á markaði

Ávöxtun samtryggingar og séreignar var góð á fyrri hluta ársins, sérstaklega með tilliti til markaðsaðstæðna.

Ávöxtun samtryggingar og séreignar var góð á fyrri hluta ársins, sérstaklega með tilliti til markaðsaðstæðna. 

Nafnávöxtun samtryggingardeildar var 4,2% á tímabilinu en í séreignarleiðum var ávöxtun 4,0% í Lífsverk 1, 5,5% í Lífsverk 2 og 4,8% í Lífsverk 3.

Á innlendum verðbréfamarkaði var ávöxtun skuldabréfa góð á fyrri hluta ársins en hlutabréf hækkuðu einungis lítillega. Erlendir hlutabréfamarkaðir lækkuðu nokkuð á tímabilinu og ávöxtun skuldabréfa var lítil enda vaxtastig á mörkuðum lágt. Veiking krónunnar frá áramótum vegur upp á móti lítilli ávöxtun í erlendri mynt.

Fjárfestar glíma áfram við ýmiss konar áskoranir á verðbréfamörkuðum, innlendum sem erlendum, en vaxtastig hefur lækkað mikið undanfarin ár og hlutabréf hækkað nokkuð. Heimsfaraldur COVID-19 hefur haft mikil áhrif til frekari lækkunar vaxta og orðið til þess að auka sveiflur á mörkuðum. Óvissa er framundan um hvenær viðsnúnings er að vænta en flest bendir til þess að sambúðin við veiruna verði langvinnari en vonast var til á vormánuðum þessa árs. Er þá mikilvægt að gæta vel að áhættu við fjárfestingar sjóðsins. 

Hér á vefnum er hægt að sjá fjárfestingastefnu, eignasamsetningu ásamt 10 stærstu eignum í hverri ávöxtunarleið séreignar.

Hér er að finna sambærilegar upplýsingar um samtrygginguna, ávöxtun, fjárfestingastefnu og 10 stærstu eignir.



Forsíða

  • Launagreiðendur
    • Skilagreinar
    • Greiðsluupplýsingar
  • Um sjóðinn
    • Stjórn
    • Starfsfólk
    • Ársskýrslur
    • Samþykktir
    • Reglur og stefnuskjöl
    • Ábyrgar fjárfestingar
    • Fréttasafn
    • Skráning í Lífsverk
    • Umsóknir
    • Persónuverndarstefna
    • Spurt og svarað

Innskráning

  • Sjóðfélagar
  • Launagreiðendur

  • Um sjóðinn
  • Launagreiðendur

Leita á vefnum


Þetta vefsvæði byggir á Eplica