Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör

Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is dagana 14. – 21. apríl.

5.4.2023

  • Stjórn Lífsverk

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa um tvö laus stjórnarsæti, karls og konu, til þriggja ára. Margrét Arnardóttir, núverandi stjórnarmaður, sóttist eftir endurkjöri og er hún sjálfkjörin í stjórn. Kjósa þarf um stjórnarsæti karls. Í framboði eru Agni Ásgeirsson, Bergur Ebbi Benediktsson og Þorbergur Steinn Leifsson. Kynningar frambjóðenda eru á vefsvæði sjóðsins. Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar og á það einnig við um elli- og örorkulífeyrisþega. Eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn. 

Um Lífsverk lífeyrissjóð: Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir geta greitt til séreignardeilda sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a. • Sjóðfélagalýðræði • Rafrænt stjórnarkjör • Góð réttindaávinnsla • Hagstæð sjóðfélagalán.

Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2023 var samtals 151,5 milljarðar kr. og hækkaði um 2,0 milljarða kr. á árinu. Hrein eign í samtryggingardeild var 122,2 milljarðar kr. og hækkaði um 1,6 milljarða kr. á árinu. Heildartryggingarfræðileg staða samtryggingardeildar var neikvæð um 4,6%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar er jákvæð um 4,1% sl. 5 ár og 4,5% sl. 10 ár.

Allar nánari upplýsingar má finna hér


 


Fréttir

Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör

Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is dagana 14. – 21. apríl.

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa um tvö laus stjórnarsæti, karls og konu, til þriggja ára. Margrét Arnardóttir, núverandi stjórnarmaður, sóttist eftir endurkjöri og er hún sjálfkjörin í stjórn. Kjósa þarf um stjórnarsæti karls. Í framboði eru Agni Ásgeirsson, Bergur Ebbi Benediktsson og Þorbergur Steinn Leifsson. Kynningar frambjóðenda eru á vefsvæði sjóðsins. Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar og á það einnig við um elli- og örorkulífeyrisþega. Eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn. 

Um Lífsverk lífeyrissjóð: Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir geta greitt til séreignardeilda sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a. • Sjóðfélagalýðræði • Rafrænt stjórnarkjör • Góð réttindaávinnsla • Hagstæð sjóðfélagalán.

Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2023 var samtals 151,5 milljarðar kr. og hækkaði um 2,0 milljarða kr. á árinu. Hrein eign í samtryggingardeild var 122,2 milljarðar kr. og hækkaði um 1,6 milljarða kr. á árinu. Heildartryggingarfræðileg staða samtryggingardeildar var neikvæð um 4,6%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar er jákvæð um 4,1% sl. 5 ár og 4,5% sl. 10 ár.

Allar nánari upplýsingar má finna hér