Spurt og svarað

Algengar spurningar um lán.


Get ég sótt um lán hjá Lífsverki?

Virkir sjóðfélagar og lífeyrisþegar hafa lántökurétt. Við lántöku þarf sjóðfélagi að vera greiðandi og í skilum með iðgjöld, eða vera lífeyrisþegi. Til að vera virkur sjóðfélagi þarf að hafa greitt iðgjöld fyrir síðasta mánuð til sjóðsins. 

Maki minn er ekki sjóðfélagi, get ég samt sótt um lán?

Já. Nóg er að annar umsækjenda sé sjóðfélagi.

Get ég fengið lán með veði í eign sem annar aðili er meðeigandi að?

Ef hinn aðilinn er maki (giftur eða staðfest sambúð) þá er það heimilt og gerð krafa um að makinn verði meðskuldari að láninu. Ef hinn aðilinn er ekki maki þá veitir sjóðurinn ekki lán með veði í þeirri eign.

Ég er nú þegar með lán frá Lífsverki, get ég sótt aftur um lán?

Engin takmörk eru á fjölda lána en það er þak á heildarlánsfjárhæð til einstaklings og para sem miðast við 140mkr að hámarki hverju sinni

Samþykkir sjóðurinn að miða við verðmöt fasteignasala?

Nei, verðmat fasteignasala er ekki samþykkt við útreikning á veðhlutfalli. Við útreikning á veðhlutfalli er miðað við kaupsamning ef verið er að fjármagna kaup á eign eða miðað við gildandi opinbert fasteignamat þegar um endurfjármagnanir er að ræða.

Hvað er sjóðurinn lengi að afgreiða lánsumsóknir?

Tekur venjulega 2-3 vikur þar til skuldabréf er tilbúið en svo þarf að hafa í huga að lán er greitt út eftir þinglýsingu og getur það tekið mislangan tíma eftir því hvað sýslumaður er lengi að þinglýsa.

Á ég að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán, með jafnar afborganir eða jafnar greiðslur?

Sjóðurinn getur ekki veitt ráðleggingar um hvaða lánaform umsækjandi á að velja þar sem það er mismunandi eftir aðstæðum umsækjenda. Sjóðurinn hvetur umsækjendur til að lesa sig til um kosti og galla hverrar lánaleiðar áður en ákvörðun er tekin. 

Neytendastofa hefur gefið út bækling með útskýringum á mismunandi lánaformum, hægt er að skoða hann hér: 

Hvernig greiði ég inná lán?

Til að greiða aukalega inná lánið þarf að millifæra inná reikning Íslandsbanka nr. 0526-22-1 kt. 421289-2639 og setja lánsnúmerið í skýringu/tilvísun. Íslandsbanki sér um að ráðstafa greiðslunni inná lánið. 

Þú getur svo fylgst með stöðunni og innborgunum inná sjóðfélagagáttinni, greiðslan bókast fáeinum dögum eftir innborgun. 

Ef greiða á lánið alveg upp þarf að hafa samband við sjóðinn til að fá nákvæma stöðu lánsins á þeim degi sem greiða á upp lánið. Því næst er greitt inná framangreindan reikning uppgefinni fjárhæð.

Er uppgreiðslugjald á lánunum?

Nei, hægt er að greiða aukalega inná lánið eða greiða það alveg upp án auka kostnaðar.

Hvernig sæki ég um lán og hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn?

Sjá upplýsingar um umsóknarferlið og lista yfir nauðsynleg fylgigögn hér: 

Hvernig sæki ég um veðleyfi?

Sjá upplýsingar um ferlið og þau gögn sem þurfa að fylgja hér: 

Ég þarf að flytja lánið á aðra eign, hvernig fer það fram?

Sjá upplýsingar um ferlið og þau gögn sem þurfa að fylgja hér: 

Tekur sjóðurinn leigutekjur með í greiðslumat?

 Nei, leigutekjur eru ekki teknar með í greiðslumat hjá sjóðnum