Almennt um viðbótarlífeyrissparnað

Margir kostir eru við viðbótarlífeyrissparnað fyrir utan fjárhagslegan ávinning.

  • Stærsti kosturinn við viðbótarlífeyrissparnað er mótframlag launagreiðanda. Þú leggur fyrir 2% eða 4% af launum þínum og færð 2% mótframlag frá launagreiðanda. Launin þín hækka þannig um 2% þegar þú byrjar að greiða í viðbótarsparnað. Viðbótarsparnaður er launahækkun.
  • Eign þín í viðbótarsparnaði er ekki framtalsskyld og kemur því ekki til lækkunar á vaxta- og/eða barnabótum.
  • Ekki er hægt að ganga að viðbótarsparnaði ef þú lendir í fjárhagsörðugleikum, s.s. gjaldþroti.
  • Viðbótarsparnaður ekki skattlagður fyrr en útgreiðsla hefst.
  • Enginn fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun á viðbótarlífeyrissparnaði 
  • Eign í viðbótarsparnaði er erfanleg að fullu og engin erfðafjárskattur er greiddur ef eignin rennur til maka eða barna.
  • Launagreiðandi þinn sér um að standa skil á greiðslum í viðbótarsparnað.
  • Ef launagreiðandi verður gjaldþrota ábyrgist Ábyrgðasjóður launa vangreiddar greiðslur í viðbótarsparnað allt að 4% (4% í heild).
  • Nú má nýta viðbótarsparnað vegna fyrstu fasteignakaupa, sem skattfrjálsa útborgun í íbúð og greiðslur inn á höfuðstól verðtryggðra lána eða afborganir og höfuðstól óverðtryggðra lána.


Viðbótarlífeyrissparnaður hefur aðra eiginleika en skyldusparnaður sem gengur út á ævilangan lífeyri. Greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað eru frjálsar og undir hverjum og einum komið hvort þessi valmöguleiki sé nýttur. Viðbótarlífeyrirssparnaður er ekki ævilangur lífeyrir. 

Viðbótarlífeyrissparnað er hægt að byrja að taka út frá 60 ára aldri og hægt er að fá hann greiddan sem eingreiðslu, eða fá mánaðarlegar greiðslur í tiltekinn tíma.

Lífsverk býður upp á þrjár ávöxtunarleiðir í viðbótarlífeyrissparnaði með eru mismunandi áhættusamar en mikilvægt er að velja þá leið sem hæfir viðkomandi, út frá aldri, eignum og öðrum þáttum. 

 

Fjárhagslegur ávinningur

Fjárhagslegur ávinningur þess að greiða viðbótarlífeyrissparnað er mikill og er kostur sem allir ættu að nýta sér. Leggi einstaklingur fyrir að lágmarki 2% í viðbótarlífeyrissparnað fær hann 2% mótframlag frá atvinnurekanda. Einstaklingurinn fær því tvöfalda þá upphæð sem hann greiðir inn í sjóðinn. Þetta gerir það að verkum að enginn sparnaður stenst samanburð við viðbótarlífeyrissparnað.

Dæmi:

Mánaðarlaun einstaklings eru 400.000 og af þeim greiðir hann 2% í viðbótarlífeyrissparnað. Hann leggur því sjálfur fyrir 8.000 kr. á mánuði en launagreiðandi bætir við 8.000 kr. Útborguð laun lækka einungis um 4.800 kr. m.v. 40% skattprósentu. Í viðbótarlífeyrissparnaðinn leggjast 16.000 kr. en ráðstöfunartekjur lækka einungis um 4.800 kr.

Þú getur reiknað áhrif viðbótarlífeyrissparnaðs á lífeyrisgreiðslur eftir þínum forsendum með reiknivél Lífsverks.

Umsókn um séreignarsparnað