Útgreiðsla

Séreignarsparnaður er laus til útborgunar við 60 ára aldur og hægt er að fá inneignina greidda í einu lagi eða með jöfnum mánaðarlegum greiðslum til þess tíma sem viðkomandi óskar eftir. Einnig má haga greiðslum eftir hentugleika. Við úttekt greiðist fullur tekjuskattur.

Hægt er að halda áfram að greiða viðbótarlífeyrissparnað þó að byrjað sé að taka út úr sjóðnum. Þannig má áfram nýta mótframlag launagreiðanda og aðra kosti þessa sparnaðarforms.

Lendi rétthafi í því að verða 100% öryrki á hann rétt á því að fá greidda inneignina á 7 árum. Við fráfall rétthafa erfist séreign að fullu eftir reglum erfðalaga.

Séreign greiðist út síðasta virka dag mánaðar. Umsókn þarf að berast fyrir 20. útgreiðslumánaðar.

Umsókn um útgreiðslu séreignar

Samspil séreignarsparnaðar og greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins

Greiðslur úr séreignarsparnaði falla undir aðrar lífeyrisgreiðslur og hafa ekki áhrif á grunnlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Hins vegar getur séreignarsparnaður haft áhrif á útreikning greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins þegar um er að ræða uppbót á lífeyri t.d. vegna mikils lyfjakostnaðar, eða við svokallaða lágmarksframfærslutryggingu sem tryggir lífeyrisþegum lágmarksgreiðslu ef tekjur þeirra eru undir tilteknum tekjuviðmiðum.