Þróun markaða 2012

29.1.2013

Efnahagsmál.

Verðbólga ársins var 4,5% en það var í takt við væntingar sjóðsins. Íslenska krónan veiktist um 6,2% á árinu og hækkaði gengisvísitalan sem því nam. Stýrivextir Seðlabankans hækkuðu um 1,25% og voru komnir í 6% í árslok.

Skuldabréf

Samkvæmt skuldabréfavísitölu GAMMA hækkaði skuldabréfamarkaðurinn um 6,6% á árinu. Lítill munur var á ávöxtun á verðtryggðum eignum og óverðtryggðum. Verðtryggða vísitalan gaf 6,7% en óverðtryggða 6,5%.

Innlend hlutabréf

Hlutafé í Reginn, Eimskip og Vodafone var tekið til viðskipta í Kauphöll Íslands á árinu. Innlend hlutafélög hækkuðu vel á árinu. OMX6 hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 16,5%. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um 63%, Hagar um 37%, Reginn um 34% (frá útboðsgengi), Marel um 12%, Eimskip um 11% (frá útboðsgengi), Össur um 5% og Vodafone um 3% (frá útboðsgengi).

Erlend hlutabréf

Góð ávöxtun var á erlendum hlutabréfavísitölum á árinu. Heimsvísitala hlutabréfa (MSCI) hækkaði um 13,2% mælt í dollar. Nokkrar erlendar vísitölur hækkuðu umtalsvert meira en þar ber helst að nefna að þýska hlutabréfavísitalan DAX hækkaði um 29%, Danska OMXC20 vísitalan um 27% og japanska vísitalan Nikkei um 23%. Allar ávöxtunartölurnar eru miðað við viðkomandi heimamynt.


Fréttir

Þróun markaða 2012

Efnahagsmál.

Verðbólga ársins var 4,5% en það var í takt við væntingar sjóðsins. Íslenska krónan veiktist um 6,2% á árinu og hækkaði gengisvísitalan sem því nam. Stýrivextir Seðlabankans hækkuðu um 1,25% og voru komnir í 6% í árslok.

Skuldabréf

Samkvæmt skuldabréfavísitölu GAMMA hækkaði skuldabréfamarkaðurinn um 6,6% á árinu. Lítill munur var á ávöxtun á verðtryggðum eignum og óverðtryggðum. Verðtryggða vísitalan gaf 6,7% en óverðtryggða 6,5%.

Innlend hlutabréf

Hlutafé í Reginn, Eimskip og Vodafone var tekið til viðskipta í Kauphöll Íslands á árinu. Innlend hlutafélög hækkuðu vel á árinu. OMX6 hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 16,5%. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um 63%, Hagar um 37%, Reginn um 34% (frá útboðsgengi), Marel um 12%, Eimskip um 11% (frá útboðsgengi), Össur um 5% og Vodafone um 3% (frá útboðsgengi).

Erlend hlutabréf

Góð ávöxtun var á erlendum hlutabréfavísitölum á árinu. Heimsvísitala hlutabréfa (MSCI) hækkaði um 13,2% mælt í dollar. Nokkrar erlendar vísitölur hækkuðu umtalsvert meira en þar ber helst að nefna að þýska hlutabréfavísitalan DAX hækkaði um 29%, Danska OMXC20 vísitalan um 27% og japanska vísitalan Nikkei um 23%. Allar ávöxtunartölurnar eru miðað við viðkomandi heimamynt.