Agnar kjörinn í stjórn Lífsverks

26.4.2017

Á aðalfundi Lífsverks í gær tilkynnti Elísabet Árnadóttir í kjörnefnd sjóðsins um úrslit í kosningum til stjórnar. Kjósa átti um tvö sæti karls og konu en Brynja Baldursdóttir, núverandi varaformaður stjórnar, bauð sig ein fram kvenna og var því sjálfkjörin. Kosið var milli Agnars Kofoed-Hansen og Andrésar Svanbjörnssonar í rafrænum kosningum á vef sjóðfélaga.
Atkvæði greiddu 291 eða um 11% virkra sjóðfélaga. 

Agnar hlaut 186 atkvæði en Andrés 105. Er Agnar því réttkjörinn í stjórn sjóðsins til næstu þriggja ára. Sigþór Sigurðsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru honum þökkuð vel unnin störf. Í varastjórn voru endurkjörin Margrét Arnardóttir og Stefán Kári Sveinbjörnsson. Endurskoðunarnefnd er óbreytt frá fyrra ári en hana skipa Helena Sigurðardóttir formaður, Björn Ágúst Björnsson og Sigurður Norðdahl. Ný stjórn hefur skipt með sér verkum og verður Þráinn Valur Hreggviðsson áfram stjórnarformaður og Brynja Baldursdóttir varaformaður. Meðstjórnendur eru Björn Ágúst Björnsson, Helena Sigurðardóttir og Agnar Kofoed-Hansen.

Fundurinn var vel sóttur af sjóðfélögum. Formaður stjórnar Valur Hreggviðsson flutti skýrslu stjórnar. Jón L. Árnason framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning sjóðsins 2016 og fjárfestingarstefnu og Bjarni Guðmundsson tryggingastærðfræðingur fór yfir tryggingafræðilega stöðu sjóðsins. 

Bjarni kynnti jafnframt breytingar á réttindatöflum sem taka munu gildi frá og með næstu áramótum en samkvæmt samþykktum sjóðsins ber að breyta þeim ef framtíðarstaða verður jákvæð um meira en 3% eða neikvæð um meira en -1%. Framtíðarstaðan um síðustu áramót var neikvæð um 1,5% þó að heildartryggingafræðileg staða sjóðsins væri jákvæð. Breytingarnar þýða að réttindaávinnsla lækkar um 2 – 3% og meðaltal 25 -64 ára sjóðfélaga fyrir hvert 1.000 kr. iðgjald fer úr 157,85 kr. í 153,65 kr.

Kynningu Bjarna Guðmundssonar tryggingastærðfræðings á tryggingafræðilegri stöðu og nýjum réttindatöflum má nálgast hér:

Ársskýrslu sjóðsins 2016 er að finna hér:


Fréttir

Agnar kjörinn í stjórn Lífsverks

Á aðalfundi Lífsverks í gær tilkynnti Elísabet Árnadóttir í kjörnefnd sjóðsins um úrslit í kosningum til stjórnar. Kjósa átti um tvö sæti karls og konu en Brynja Baldursdóttir, núverandi varaformaður stjórnar, bauð sig ein fram kvenna og var því sjálfkjörin. Kosið var milli Agnars Kofoed-Hansen og Andrésar Svanbjörnssonar í rafrænum kosningum á vef sjóðfélaga.
Atkvæði greiddu 291 eða um 11% virkra sjóðfélaga. 

Agnar hlaut 186 atkvæði en Andrés 105. Er Agnar því réttkjörinn í stjórn sjóðsins til næstu þriggja ára. Sigþór Sigurðsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru honum þökkuð vel unnin störf. Í varastjórn voru endurkjörin Margrét Arnardóttir og Stefán Kári Sveinbjörnsson. Endurskoðunarnefnd er óbreytt frá fyrra ári en hana skipa Helena Sigurðardóttir formaður, Björn Ágúst Björnsson og Sigurður Norðdahl. Ný stjórn hefur skipt með sér verkum og verður Þráinn Valur Hreggviðsson áfram stjórnarformaður og Brynja Baldursdóttir varaformaður. Meðstjórnendur eru Björn Ágúst Björnsson, Helena Sigurðardóttir og Agnar Kofoed-Hansen.

Fundurinn var vel sóttur af sjóðfélögum. Formaður stjórnar Valur Hreggviðsson flutti skýrslu stjórnar. Jón L. Árnason framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning sjóðsins 2016 og fjárfestingarstefnu og Bjarni Guðmundsson tryggingastærðfræðingur fór yfir tryggingafræðilega stöðu sjóðsins. 

Bjarni kynnti jafnframt breytingar á réttindatöflum sem taka munu gildi frá og með næstu áramótum en samkvæmt samþykktum sjóðsins ber að breyta þeim ef framtíðarstaða verður jákvæð um meira en 3% eða neikvæð um meira en -1%. Framtíðarstaðan um síðustu áramót var neikvæð um 1,5% þó að heildartryggingafræðileg staða sjóðsins væri jákvæð. Breytingarnar þýða að réttindaávinnsla lækkar um 2 – 3% og meðaltal 25 -64 ára sjóðfélaga fyrir hvert 1.000 kr. iðgjald fer úr 157,85 kr. í 153,65 kr.

Kynningu Bjarna Guðmundssonar tryggingastærðfræðings á tryggingafræðilegri stöðu og nýjum réttindatöflum má nálgast hér:

Ársskýrslu sjóðsins 2016 er að finna hér: