Meðferð atkvæðisréttar

Lífsverk leitast við að sækja hluthafafundi þeirra félaga sem sjóðurinn á eignarhlut í. Almennt styður Lífsverk tillögur stjórnar á hluthafafundum, enda sé þess gætt að langtímahagsmunir félagsins fari saman við hagsmuni sjóðfélaga.

Meðferð Lífsverks á atkvæðisrétti í stjórnarkjöri á hluthafafundum skráðra félaga 2025 og frávik frá tillögum stjórnar er birt hér að neðan.

Hluthafafundur Fly Play 2025

15. ágúst 2025

Hluthafafundur Fly Play hf.var haldinn föstudaginn 15.ágúst 2025 kl.16:00, í skrifstofu félagsins

DagskrárliðurLagt fram afAfgreiðsla*                
Tillaga um útgáfu breytanlegra skuldabréfa að höfuðstól að hámarki ISK 2.425.000.000StjórnSamþykkt
 Tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út breytanleg skuldabréf að höfuðstól að hámarki ISK 450.000.000 StjórnSamþykkt
 Tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til að hækka hlutafé um allt að ISK 4.150.000.000 að nafnverði til að uppfylla réttindi skuldabréfaeigenda til umbreytingar Stjórn Samþykkt
Tillaga um að breyta samþykktum félagsins í samræmi við framangreinda heimild.  StjórnSamþykkt 

*Afgreiðsla fulltrúa Lífsverks á fundinum. Niðurstaða fundar gæti verið önnur.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér.