Meðferð atkvæðisréttar

Lífsverk leitast við að sækja hluthafafundi þeirra félaga sem sjóðurinn á eignarhlut í. Almennt styður Lífsverk tillögur stjórnar á hluthafafundum, enda sé þess gætt að langtímahagsmunir félagsins fari saman við hagsmuni sjóðfélaga.

Meðferð Lífsverks á atkvæðisrétti í stjórnarkjöri á hluthafafundum skráðra félaga 2023 og frávik frá tillögum stjórnar er birt hér að neðan.

Aðalfundur Solid Clouds 2023

28. apríl 2023

Aðalfundur Solid Clouds hf. árið 2023 var haldinn föstudaginn 28. apríl kl. 16:00 í aðalsal Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík. 

Dagskrárliður Lagt fram af Afgreiðsla*
Skýrsla stjórnar um rekstur og starfsemi félagsins síðastliðið rekstrarár   Kynning
Staðfesting ársreiknings félagsins fyrir síðastliðið rekstrarár Stjórn Samþykkt
Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á síðastliðnu rekstrarári Stjórn Samþykkt
Starfskjarastefna félagsins lögð fram til samþykktar Stjórn Samþykkt
Kosning stjórnar og varamanna í stjórn félagsins     
Stjórn   Sjálfkjörið
Varastjórn (x þýðir að Lífsverk greiddi viðkomandi atkvæði)    
Heimir Þorsteinsson   X
Guðmundur Ingi Jónsson   X
Davíð Gunnarsson   X
Bergvin Oddsson    
Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins Stjórn Engar tillögur
Kjör endurskoðanda félagsins Stjórn Samþykkt
Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna félagsins og undirnefnda Stjórn Samþykkt