Aðalfundur Marel 2023
Aðalfundur Marel hf. árið 2023 fór fram miðvikudaginn 22. mars klukkan 16:00 í höfuðstöðvum félagsins að Austurhrauni 9, Garðabæ.
| Dagskrárliður | Lagt fram af | Afgreiðsla* |
|---|---|---|
| Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár | Kynning | |
| Skýrsla forstjóra | Kynning | |
| Ársreikningar félagsins fyrir starfsárið 2022 lagðir fram til staðfestingar | Stjórn | Samþykkt |
| Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað fyrir starfsárið 2022 | Stjórn | Samþykkt |
| Skýrsla um framkvæmd starfskjarastefnu félagsins | Kynning | |
| Tillaga um starfskjarastefnu félagsins | Stjórn | Hjáseta |
| Tillaga um stefnu félagsins um kaupauka í formi frammistöðutengdra hlutabréfa | Stjórn | Hjáseta |
| Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna árið 2023 | Stjórn | Samþykkt |
| Ákvörðun um greiðslu til endurskoðanda fyrir liðið starfsár | Stjórn | Samþykkt |
| Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins | Stjórn | Samþykkt |
| Kosning stjórnar félagsins | Sjálfkjörið | |
| Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis | Stjórn | Samþykkt |
| Tillaga um að endurnýja heimild félagsins til að kaupa eigin hlutabréf | Stjórn | Samþykkt |
*Afgreiðsla fulltrúa Lífsverks á fundinum. Niðurstaða fundar gæti verið önnur.