Lífsverk lífeyrissjóður

Valmynd


25.6.2021

Lífsverk óskar eftir að ráða forstöðumann eignastýringar

Við óskum eftir að ráða öflugan einstakling til að leiða eignastýringu sjóðsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  •  Ábyrgð á starfssviði eignastýringar
  • Þátttaka í mótun fjárfestingarstefnu og stefnu um ábyrgar fjárfestingar
  • Greining markaða og fjárfestingarkosta innanlands sem utan
  • Ákvarðanir um fjárfestingar
  • Samskipti við innlend og erlend verðbréfafyrirtæki og aðila á fjármálamarkaði
  • Skýrslugerð og almenn upplýsingagjöf til stjórnenda sjóðsins

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf á sviði fjármála, verk- eða tölfræði, eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Próf í verðbréfaviðskiptum
  • Umtalsverð starfsreynsla í eignastýringu eða á fjármálamarkaði
  • Þekking á ábyrgum fjárfestingum og grænum lausnum
  • Greiningarhæfni og hæfni til að setja fram efni og niðurstöður með skipulögðum hætti
  • Leiðtogahæfni, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Gott vald á íslensku og ensku

Auglysing

Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.


Forsíða

  • Launagreiðendur
    • Skilagreinar
    • Greiðsluupplýsingar
  • Um sjóðinn
    • Stjórn
    • Starfsfólk
    • Ársskýrslur
    • Samþykktir
    • Reglur og stefnuskjöl
    • Ábyrgar fjárfestingar
    • Fréttasafn
    • Skráning í Lífsverk
    • Umsóknir
    • Persónuverndarstefna
    • Spurt og svarað

Innskráning

  • Sjóðfélagar
  • Launagreiðendur

  • Um sjóðinn
  • Launagreiðendur

Leita á vefnum


Þetta vefsvæði byggir á Eplica