Lífsverk lífeyrissjóður

Valmynd


3.5.2021

Ísleifur ráðinn áhættustjóri Lífsverks

Ísleifur Orri Arnarson hefur verið ráðinn í starf áhættustjóra Lífsverks lífeyrissjóðs.

Ísleifur Orri Arnarson hefur verið ráðinn í starf áhættustjóra Lífsverks lífeyrissjóðs.

Frá árinu 2014 var Ísleifur forstöðumaður útlánaeftirlits í áhættustýringu Arion banka en Ísleifur starfaði hjá bankanum frá árinu 2006, að mestu í áhættustýringu en einnig við endurskipulagningu lánamála. Árin 2007 – 2010 sinnti Ísleifur stundarkennslu við HR samhliða vinnu.

Ísleifur lauk meistaranámi í hagfræði árið 2006 frá Háskóla Íslands og BSc. gráðu í rafmagnsverkfræði árið 2005 frá sama skóla ásamt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Árið 2020 lauk Ísleifur burtfararprófi í húsasmíði frá Fjölbrautarskóla Vesturlands en það nám stundaði hann samhliða vinnu hjá Arion banka.

„Áhættustýring sjóðsins er mikið ábyrgðarhlutverk og er ég fullur tilhlökkunar að leggja þar hönd á plóg ásamt samstarfsmönnum mínum hjá Lífsverki lífeyrissjóði.“, segir Ísleifur.

Starfsfólk Lífsverks býður Ísleif velkominn til starfa.


Forsíða

  • Launagreiðendur
    • Skilagreinar
    • Greiðsluupplýsingar
  • Um sjóðinn
    • Stjórn
    • Starfsfólk
    • Ársskýrslur
    • Samþykktir
    • Reglur og stefnuskjöl
    • Ábyrgar fjárfestingar
    • Fréttasafn
    • Skráning í Lífsverk
    • Umsóknir
    • Persónuverndarstefna
    • Spurt og svarað

Innskráning

  • Sjóðfélagar
  • Launagreiðendur

  • Um sjóðinn
  • Launagreiðendur

Leita á vefnum


Þetta vefsvæði byggir á Eplica