Lífsverk lífeyrissjóður

Valmynd


10.1.2020

Frábær ávöxtun séreignarleiða 2019

Séreignarleiðir Lífsverks skiluðu frábærri ávöxtun á árinu 2019, enda einkenndist árið af mikilli hækkun á helstu eignamörkuðum, innanlands sem utan. Lífsverk 1 skilaði 12,9% raunávöxtun á árinu.

Séreignarleiðir Lífsverks skiluðu frábærri ávöxtun á árinu 2019, enda einkenndist árið af mikilli hækkun á helstu eignamörkuðum, innanlands sem utan. Lífsverk 1 skilaði t.d. 12,9% raunávöxtun á árinu.

Nafnávöxtun Lífsverks 1 var 15,9% á árinu, Lífsverk 2, sem er stærsta og fjölmennasta leiðin, skilaði 12,8% nafnávöxtun og Lífsverk 3, sem samanstendur einkum af innlánum og styttri skuldabréfum, gaf 5,4% nafnávöxtun. Hrein raunávöxtun leiðanna er 12,9%, 9,9% og 2,7%.

Síðastliðin 5 ár er söguleg hrein raunávöxtun Lífsverks 1 að meðaltali 4,9% á ári, 5 ára hrein raunávöxtun Lífsverks 2 er 4,8% og Lífsverk 3 hefur skilað 2,3% hreinni raunávöxtun.

Séreignarleiðir Lífsverks eru gerðar upp miðað við markaðskröfu en uppgjör samtryggingardeildar, sem miðast að hluta til við kaupkröfu skuldabréfa, liggur ekki fyrir. Lífsverk hefur stækkað hratt á undanförnum árum. Samanlagðar eignir samtryggingar- og séreignardeilda Lífsverks fóru yfir 100 milljarða markið síðastliðið sumar en voru til samanburðar 51,3 milljarðar í lok árs 2013. Eignir sjóðsins hafa því nærfellt tvöfaldast á síðustu 6 árum.


Forsíða

  • Launagreiðendur
    • Skilagreinar
    • Greiðsluupplýsingar
  • Um sjóðinn
    • Stjórn
    • Starfsfólk
    • Ársskýrslur
    • Samþykktir
    • Reglur og stefnuskjöl
    • Ábyrgar fjárfestingar
    • Fréttasafn
    • Skráning í Lífsverk
    • Umsóknir
    • Persónuverndarstefna
    • Spurt og svarað

Innskráning

  • Sjóðfélagar
  • Launagreiðendur

  • Um sjóðinn
  • Launagreiðendur

Leita á vefnum


Þetta vefsvæði byggir á Eplica