Lífsverk lífeyrissjóður

Valmynd


7.6.2017

Aukaaðalfundur 22. júní

Stjórn Lífsverks boðar til aukaaðalfundar fimmtudaginn 22.júní
kl. 17:00 að Engjateigi 9, Reykjavík.

Stjórn Lífsverks boðar til aukaaðalfundar fimmtudaginn 22.júní kl. 17:00 að Engjateigi 9, Reykjavík.

Á dagskrá fundarins eru tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum sjóðsins.
Tillögur stjórnar lúta annars vegar að ráðstöfun samkomulagsbóta frá VÍS en eins og kunnugt er náðust sættir í máli sjóðsins gegn tryggingafélaginu og fyrrum stjórnendum sjóðsins, vegna fjárfestinga sem stjórnendur tóku ákvarðanir um á árinu 2008. VÍS greiddi sjóðnum 835 milljónir króna og töldust það fullar sættir í málinu bæði hvað varðar tryggingafélagið og fyrrum stjórnendur sjóðsins. 


Stjórn telur réttlætismál að þær skerðingar sem sjóðfélagar þurftu að una í kjölfar fjárfestinganna 2008 gangi nú að hluta til baka. Tillaga stjórnar er að andvirði samkomulagsbótanna að frádregnum kostnaði við málareksturinn komi til réttindaaukningar sjóðfélaga og lífeyrisþega í hlutfalli við réttindastöðu þeirra 1. september 2009.


Hins vegar leggur stjórn til breytingar á samþykktum vegna svonefnds SALEK samkomulags, þar sem kveðið var á um að mótframlag launagreiðenda á almennum markaði í lífeyrissjóð myndi hækka í áföngum úr 8% í 11,5% og að launagreiðendur gætu ráðstafað því iðgjaldi sem umfram er lögbundið lágmark í séreignarsparnað. Nauðsynlegt er að aðlaga samþykktir sjóðsins að þessum breytingum.


Nánari grein er gerð fyrir tillögu stjórnar hér


Forsíða

  • Launagreiðendur
    • Skilagreinar
    • Greiðsluupplýsingar
  • Um sjóðinn
    • Stjórn
    • Starfsfólk
    • Ársskýrslur
    • Samþykktir
    • Reglur og stefnuskjöl
    • Ábyrgar fjárfestingar
    • Fréttasafn
    • Skráning í Lífsverk
    • Umsóknir
    • Persónuverndarstefna
    • Spurt og svarað

Innskráning

  • Sjóðfélagar
  • Launagreiðendur

  • Um sjóðinn
  • Launagreiðendur

Leita á vefnum


Þetta vefsvæði byggir á Eplica