Aðeins lán með föstum vöxtum í boði
Vegna óvissu um lán með breytilegum vöxtum í kjölfar dóms Hæstaréttar nr. 55/2024 mun Lífsverk eingöngu bjóða sjóðfélögum verðtryggð lán með föstum vöxtum út lánstímann að svo stöddu.
Vegna óvissu um lán með breytilegum vöxtum í kjölfar dóms Hæstaréttar nr. 55/2024 mun Lífsverk eingöngu bjóða sjóðfélögum verðtryggð lán með föstum vöxtum út lánstímann að svo stöddu. Þeim lántökum verður heimil skilmálabreyting yfir í lán með breytilegum vöxtum næstu 12 mánuði án kostnaðar, að því gefnu að sjóðurinn veiti slík lán. Umsóknir um sjóðfélagalán sem þegar hafa borist verða afgreiddar með hefðbundnum hætti.
Í þessari ákvörðun felst ekki afstaða til mögulegra áhrifa dómsis á vaxtaákvæði eldri lána með breytilegum vöxtum. Niðurstaða úr þeirri athugun liggur ekki fyrir. Niðurstöður annarra tengdra mála sem nú eru rekin fyrir dómstólum kunna einnig að hafa áhrif þar á.
