Samfélagsleg ábyrgð

Lífsverk hefur gerst aðili að reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar ( Principles for Responsible Investment - UN PRI ). Með aðild sinni skuldbindur Lífsverk sig til að leggja áherslu á samfélagsleg og umhverfisleg sjónarmið við ákvarðanir um fjárfestingar, auk góðra stjórnarhátta þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í.  Aðild Lífsverks er liður í aukinni áherslu sjóðsins á þessi málefni, sem skipa sífellt mikilvægari sess í augum fjárfesta. Þá er Lífsverk einn af stofnaðilum IcelandSIF, sem er íslenskur umræðuvettvangur fyrir ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar.

Lífsverk mun leitast við að taka í auknum mæli þátt í fjárfestingum sem hafa sterka stefnu í samfélagslegri ábyrgð. Markmið sjóðsins er einnig að stuðla að bættum stjórnarháttum og auka gegnsæi.

Stjórn Lífsverks hefur mótað hluthafastefnu sem er aðgengileg hér á vefsvæði sjóðsins.

Stefna sjóðsins um samfélagslega ábyrgð er að finna  hér: