Iðgjald hækkar í 15,5% frá 1.júlí

Mótframlag launagreiðenda á almennum markaði hækkar 1.júlí úr 10% í 11,5% og verða þá heildariðgjöld launþega og launagreiðenda 15,5%.

20.6.2018

Þetta er síðasti liður í samkomulagi aðila vinnumarkaðarins sem kveður á um hækkun mótframlags launagreiðenda.
Sjóðfélögum Lífsverks hefur gefist kostur á svonefndri „blandaðri leið“ sem felur í sér ráðstöfun á hluta af skylduiðgjaldi í séreign.  Iðgjaldi sjóðfélaga sem valið hafa þá leið og er umfram 10% verður áfram ráðstafað í séreign viðkomandi og verður engin breyting frá því sem verið hefur, utan þeirrar hækkunar sem verður með auknu mótframlagi.

Sjóðfélagar Lífsverks geta óskað eftir því að allt iðgjaldið eða stærri hluti þess renni til samtryggingar.


Fréttir

Iðgjald hækkar í 15,5% frá 1.júlí

Mótframlag launagreiðenda á almennum markaði hækkar 1.júlí úr 10% í 11,5% og verða þá heildariðgjöld launþega og launagreiðenda 15,5%.

Þetta er síðasti liður í samkomulagi aðila vinnumarkaðarins sem kveður á um hækkun mótframlags launagreiðenda.
Sjóðfélögum Lífsverks hefur gefist kostur á svonefndri „blandaðri leið“ sem felur í sér ráðstöfun á hluta af skylduiðgjaldi í séreign.  Iðgjaldi sjóðfélaga sem valið hafa þá leið og er umfram 10% verður áfram ráðstafað í séreign viðkomandi og verður engin breyting frá því sem verið hefur, utan þeirrar hækkunar sem verður með auknu mótframlagi.

Sjóðfélagar Lífsverks geta óskað eftir því að allt iðgjaldið eða stærri hluti þess renni til samtryggingar.