Page 38 - Lifv_Arsskyrsla_2017_fin_stakarsidur_HQ
P. 38

Skýringar, frh.:

8. Hreinar fjárfestingartekjur
      Hreinar tekjur af eignarhlutum í félögum og sjóðum
      Undir hreinar tekjur af eignarhlutum í félögum og sjóðum eru færðar allar tekjur af fjárfestingum í hlutabréfum og
      hlutdeildarskírteinum að frádregnum gjöldum vegna slíkra fjárfestinga, önnur en þau gjöld sem færð eru
      sérstaklega undir fjárfestingargjöld. Sjá skýringu á þessum fjárfestingargjöldum fyrir neðan og sundurliðun
      fjárhæðar í skýringu nr. 17.
      Undir tekjur af eignarhlutum falla arðstekjur, söluhagnaður og sölutap ásamt breytingum á gangvirði, bæði vegna
      breytinga á gengi bréfanna og gengi erlendra gjaldmiðla.

      Hreinar tekjur af skuldabréfum
      Hreinar tekjur af skuldabréfum eru tekjur af fjárfestingum í skuldabréfum að frádregnum gjöldum vegna slíkra
      fjárfestinga, önnur en þau gjöld sem færð eru sérstaklega undir fjárfestingargjöld. Sjá skýringu á þessum
      fjárfestingargjöldum fyrir neðan og sundurliðun fjárhæðar í skýringu nr. 17.
      Undir þennan lið eru færðar vaxtatekjur, verðbætur og lántökuþóknanir af skuldabréfum, hagnaður og tap af sölu
      skuldabréfa, breyting á gangvirði skuldabréfa og hliðstæðar tekjur og gjöld. Einnig er undir þennan lið færð
      varúðarniðurfærsla vegna tapshættu sem kann að vera fyrir hendi á uppgjörsdegi.

      Vaxtatekjur af bundnum bankainnstæðum
      Þessi liður samanstendur af vaxtatekjum og gengismun vegna bankainnstæðna sem bundnar eru til lengri tíma en
      þriggja mánaða.

      Vaxtatekjur af handbæru fé
      Vaxtatekjur af handbæru fé eru vaxtatekjur og gengismunur af óbundnum innstæðum hjá bönkum og
      sparisjóðum.

      Vaxtatekjur af iðgjöldum og öðrum kröfum
      Undir þennan lið eru færðar vaxtatekjur af iðgjöldum og öðrum kröfum að frádregnum vaxtagjöldum.

      Fjárfestingargjöld
      Undir liðinn fjárfestingargjöld eru færð fjárfestingargjöld og þóknanir til fjármálafyrirtækja vegna umsýslu og
      stjórnunar á fjárfestingum sjóðsins.

9. Rekstrarkostnaður
      Undir rekstrarkostnað fellur allur skrifstofu- og stjórnunarkostnaður vegna rekstrar sjóðsins, svo sem laun og
      launatengd gjöld, rekstur fasteignar, afskriftir og annar rekstrarkostnaður.

10. Fjárfestingar
      Fjárfestingar sjóðsins skiptast í eignarhluta í félögum og sjóðum, skuldabréf og bundnar bankainnstæður.

      Eignarhlutir í félögum og sjóðum eru hlutabréf og hlutdeildarskírteini og eru þau metin á gangvirði. Sjá nánar í
      skýringu nr. 24 þar sem gerð er grein fyrir verðmatsaðferð.

      Undir skuldabréf eru færð öll skuldabréf og önnur útlán. Skuldabréf eru færð á gangvirði í árslok nema ef um er að
      ræða skuldabréf sem haldið er til gjalddaga og útlán til sjóðfélaga, en slík skuldabréf eru færð á upphaflegri
      kaupkröfu í efnahagsreikningi.

      Skuldabréf og útlán sjóðsins sem færð eru á upphaflegri kaupkröfu eru yfirfarin reglulega til að meta hvort virði
      hafi rýrnað. Við matið eru sérstakar áhættur metnar jafnframt því sem reiknuð er almenn niðurfærsla. Hér er ekki
      um endanlega afskrift að ræða heldur er myndaður afskriftareikningur til að mæta þeim eignum sem kunna að
      tapast. Áður en ákvörðun er tekin um færslu virðisrýrnunar þarf að meta hvort hlutlæg gögn gefi til kynna
      mælanlega lækkun á væntu framtíðarsjóðstreymi frá einstökum verðbréfum eða safni verðbréfa áður en lækkunin
      verður merkjanleg á einstöku láni í safninu. Þetta geta verið vísbendingar um breytingar á greiðslugetu lántakanda
      eða efnahagsástandi. Stjórnendur nota mat sem byggir á sögulegri reynslu af eignum með svipuð áhættueinkenni
      og hlutlæg merki virðisrýrnunar.

      Bundnar bankainnstæður eru innlán í bönkum og sparisjóðum sem bundin eru til lengri tíma en 3 mánaða.

38 | Lífsverk lífeyrissjóður                       15           Fjárhæðir í þúsundum króna
       Ársreikningur Lífsverks lífeyrissjóðs 2017      Fjárhæðir eru í þúsundum króna
   33   34   35   36   37   38   39   40   41   42   43