Page 27 - Lifv_Arsskyrsla_2017_fin_stakarsidur_HQ
P. 27

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og framkvæmdastjóra, frh.:

Sjóðfélagalán
Heildarfjárhæð nýrra sjóðfélagalána á árinu var 5.165 m.kr. og hækkaði verulega frá árinu áður en þá voru
heildarlánveitingar 3.794 m.kr. Sjóðfélögum hefur allt frá árinu 1986 staðið til boða að taka hagstæð íbúðalán hjá
sjóðnum og þóttu lánakjör á sínum tíma byltingarkennd. Það er stefna sjóðsins að bjóða áfram hagstæð lánakjör, enda
hafa lán til sjóðfélaga löngu sannað ágæti sitt með að vera fjárfestingarkostur með mjög lítil afföll fyrir sjóðinn.

Starfsumhverfi
Fjárfestingarstefna sjóðsins fyrir árið 2018 var mótuð í nóvember 2017 og tekur mið af væntingum um þróun markaða
en áhersla verður áfram lögð á traustar fjárfestingar og áhættudreifingu. Væntingar eru um að verðbólga fari vaxandi á
árinu og að gengi krónunnar verði nokkuð stöðugt. Innlent eignasafn sjóðsins er vel undir það búið að mæta aukinni
verðbólgu. Markmið Lífsverks til lengri tíma er að auka vægi erlendra fjárfestinga í eignasafninu en vanda þarf til verka.
Almennt eru horfur á árinu 2018 nokkuð góðar þó að búast megi við mismunandi ávöxtun einstakra eignaflokka.

Töluverðar breytingar urðu á starfsumhverfi lífeyrissjóða á árinu. Ný lög um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða tóku gildi
1. júlí svo og ný reglugerð nr. 591/2017 um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila
séreignarsparnaðar. Á sama tíma tók gildi reglugerð nr. 590/2017 um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða. Þá má
nefna að lög um fasteignalán til neytenda tóku gildi 1. apríl, þar sem auknar kröfur eru gerðar til lánveitenda. Gerðar
hafa verið ráðstafanir hjá sjóðnum til að mæta auknum kröfum sem nýjum lagaákvæðum og reglugerðum fylgja.

Stjórnarhættir og ófjárhagslegar upplýsingar
Lífsverk lífeyrissjóður starfar á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr.
129/1997 og samþykkta sjóðsins. Sjóðurinn leggur áherslu á góða stjórnarhætti og hefur til hliðsjónar leiðbeiningar um
stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og Samtökum atvinnulífsins.
Hlutverk sjóðsins er að veita viðtöku iðgjaldi sjóðfélaga og ávaxta það ásamt því að greiða sjóðfélögum elli- og
örorkulífeyri og við andlát þeirra maka- og barnalífeyri. Lífeyrissjóðurinn veitir samþætt lífeyrisréttindi á grundvelli
iðgjalds sem skiptist milli samtryggingardeildar og séreignar- og tilgreindrar séreignardeildar sjóðsins. Til
séreignardeildar greiðast ennfremur viðbótariðgjöld skv. ákvörðun sjóðfélaga.

Á árinu gerðist Lífsverk aðili að alþjóðlegu samtökunum PRI um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar og setti sér stefnu
um samfélagslega ábyrgð. Þar kemur m.a. fram að sjóðurinn fjárfestir ekki í rekstri þar sem grundvallarmannréttindi
eru ekki virt eða í starfsemi sem er óumhverfisvæn og hefur meiriháttar og/eða óafturkræf áhrif á náttúruna. Markmið
sjóðsins er jafnframt að rekstur hans sé umhverfisvænn, að lágmarka sóun á vinnustað og hvetja starfsfólk til að láta
gott af sér leiða til samfélagsins. Stjórnarháttayfirlýsing fyrir árið 2018 er birt í heild í ársskýrslu sjóðsins, þar sem
nánari grein er gerð fyrir ófjárhagslegum þáttum í starfseminni.

Stjórn Lífsverks lífeyrissjóðs og framkvæmdastjóri staðfesta hér með ársreikning sjóðsins fyrir árið 2017 með
undirritun sinni.

Reykjavík, 26. mars 2018

                                                     Stjórn Lífsverks lífeyrissjóðs

                      Agnar Kofoed-Hansen            Þráinn Valur Hreggviðsson       Björn Ágúst Björnsson
                       Helena Sigurðardóttir               Stjórnarformaður            Margrét Arnardóttir

Ársreikningur 2017                                          Jón L. Árnason                                   Lífsverk lífeyrissjóður | 27
         Ársreikningur Lífsverks lífeyrissjóðs 2017       Framkvæmdastjóri

                                                                        4
   22   23   24   25   26   27   28   29   30   31   32