Kostgæfnisathugun

Lífsverk gerir árlega kostgæfnisathugun á fjárfestingaraðilum með útsendingu spurningarlista.

Árlega sendir Lífsverk út spurningalista til fjárfestingaraðila, spurningalistann má sjá hér að neðan.  Niðurstöður hafa áhrif á ákvörðun um fjárfestingar til framtíðar.  Svari félag ekki kostgæfnisathugun hefur það jafn neikvæð áhrif eins og félagið falli í lakasta flokk í öllum svörum.

Ábyrgar fjárfestingar - kostgæfnisathugun

Stjórnarhættir

1. Hefur fyrirtækið sett sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og/eða ábyrgar fjárfestingar? Ef já, hvernig er henni fylgt eftir?

2. Hefur stjórn fyrirtækisins sett sér stefnu varðandi góða stjórnarhætti?

3. Situr forstjóri eða framkvæmdastjóri í stjórn fyrirtækisins?

4. Hvert er kyn forstjóra?

5. Hvert er kynjahlutfall stjórnarmanna og stjórnenda?

6. Setur fyrirtækið sér stefnu um hámarks ráðningartíma endurskoðenda?

7. Hefur fyrirtækið eða stjórn sett sér siðareglur, ef já, eru þær aðgengilegar á heimsíðu fyrirtækisins?

Umhverfisþættir

1. Hefur fyrirtækið sett sér umhverfisstefnu? Ef já, hvernig er henni framfylgt?

2. Flokkar fyrirtækið sorp?

3. Setur fyrirtækið sér stefnu um lágmörkun orkunotkunar?

4. Mælir fyrirtækið umhverfisspor í formi koldíoxíðs, rafmagns- eða vatnsnotkunar? Ef svo hver eru þessi gildi?

5. Eru einhver umbótaverkefni í gangi eða fullkláruð hjá fyrirtækinu sem snúa að umhverfismálum?

Félagslegir þættir

1. Hver er starfsmannavelta í fyrirtækinu?

2. Hvert er kynjahlutfall starfsmanna?

3. Hefur fyrirtækið fengið jafnlaunavottun eða sett sér jafnlaunastefnu?

4. Hvert er hlutfall lausráðinna starfsmanna?

5. Hvert er hlutfall hæstu (með árangurstengdum greiðslum) og lægstu launa hjá fyrirtækinu?

6. Hefur fyrirtækið sett sér öryggisstefnu eða mælt slysatíðni?

Byggir fyrirtækið starfsemi sína á þeim rekstri sem talinn er upp í útilokunarlista Lífsverks? Ef svo, að hversu miklu leyti?

Spurningarnar eiga við viðtakanda sem og dótturfélög hans.